Enska knattspyrnusambandið hefur sektað bæði Chelsea og Nottingham Forest fyrir slagsmálin sem urðu þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.
Slagsmálin urðu til þegar Neco Williams hjá Forest ýtti Marc Cucurella á Enzo Maresca stjóra Chelsea. Enginn hefur verið úrskurðaður í bann vegna þeirra.
Chelsea fékk sekt upp á 40.000 pund og Forest 125.000 pund, þar sem félagið hefur oftar verið sektað fyrir slæma hegðun leikmanna á undanförnum árum.