Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool hefur áhyggjur af meiðslum í herbúðum Liverpool-liðsins.
Hann staðfesti á blaðamannafundi í dag að portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota verði frá keppni stóran hluta nóvembermánaðar. Jota varð fyrir rifbeinsmeiðslum í leik Liverpool og Chelsea fyrir rúmri viku.
Þá verður ítalski landsliðsmaðurinn Federico Chiesa frá í lengri tíma og Slot kenndi slæmu undirbúningstímabili um, en Chiesa æfði ekki með liðsfélögum sínum hjá Juventus áður en hann skipti yfir til Liverpool og er því ekki í sínu besta formi.
„Hann er upp og niður. Stundum lítur hann vel út og svo meiðist hann aftur. Ég vil ekki setja of mikla pressu á hann,“ sagði Slot um Chiesa.