Ekki á förum frá Liverpool

Federico Chiesa í leik með Liverpool gegn Bournemouth.
Federico Chiesa í leik með Liverpool gegn Bournemouth. AFP/Paul Ellis

Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa verður ekki lánaður frá enska félaginu Liverpool í janúar.

Chiesa hefur aðeins tekið þátt í þremur leikjum hjá Liverpool á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla.

Breskir miðlar hafa undanfarið gert að því skóna að kantmaðurinn verði lánaður heim til Ítalíu strax í janúar en Arne Slot segir það ekki á dagskrá.

„Það hefur ekki einu sinni farið í gegnum huga minn. Við viljum fyrst og fremst ná honum heilum heilsu og þá sjáum við hvar hann stendur.

Hann missti af undirbúningstímabilinu með okkur og á undirbúningstímabilinu hjá Juventus æfði hann af litlum krafti með þremur til fjórum leikmönnum sem voru ekki hluti af aðalliðshópnum.

Að fara úr því yfir í deild sem einkennist af miklum ákafa, hjá liði sem spilar af miklum ákafa, er erfitt fyrir hvaða leikmann sem er en sérstaklega ef þú ferð í gegnum svona undirbúningstímabil,“ sagði Slot á fréttamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert