Svíinn sá um Arsenal

Alexander Isak, sem skoraði fyrsta mark leiksins, með boltann í …
Alexander Isak, sem skoraði fyrsta mark leiksins, með boltann í dag. AFP/Paul Ellis

Sænski framherjinn Alexander Isak var hetja Newcastle er liðið lagði Arsenal, 1:0, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Isak skoraði sigurmarkið á 12. mínútu með glæsilegum skalla eftir sendingu frá Anthony Gordon.

Arsenal er í þriðja sæti með 18 stig, fimm stigum á eftir toppliði Manchester City. Newcastle fór upp í 15 stig og áttunda sæti með sigrinum.

Alexander Isak fagnar fyrsta marki leiksins.
Alexander Isak fagnar fyrsta marki leiksins. AFP/Paul Ellis

Arsenal gekk bölvanlega að skapa sér færi allan leikinn og varðist Newcastle mjög vel eftir markið. Nick Pope þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum í marki heimamanna.

Declan Rice fékk besta færi Arsenal en hann skallaði framhjá úr úrvalsfæri í uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá Bukayo Saka.

Annars gerðist fátt markvert, Newcastle reyndi lítið að bæta við á meðan Arsenal komst lítið sem ekkert áleiðis og því fór sem fór fyrir gestina.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Newcastle 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Kai Havertz (Arsenal) fær gult spjald Brýtur af sér og lætur dómarann síðan heyra það. Tíminn er búinn fyrir Arsenal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert