Daninn Rasmus Höjlund byrjar frammi í leik Manchester United gegn Chelsea í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu klukkan 16.30 í dag.
Þetta er fyrsti leikur Ruuds van Nisterooy sem stjóri United í ensku úrvalsdeildinni en hann mun stýra liðinu næstu vikurnar áður en Portúgalinn Rúben Amorim tekur við.
Höjlund er í byrjunarliðinu, sem og Marcus Rashford og Alejandro Garnacho.
Allt er eðlilegt hjá Chlesea en Cole Palmer, Nicolas Jackson og Noni Madueke eru á sínum stað.
Byrjunarliðin í heild sinni:
Manchester United: (4-3-3)
Mark: André Onana
Vörn: Diogo Dalot, Matthijs de Ligt, Lisandro Martínez, Noussair Mazraoui
Miðja: Manuel Ugarte, Bruno Fernandes, Casemiro
Sókn: Alejandro Garnacho, Rasmus Höjlund, Marcus Rashford
Chelsea: (4-3-3)
Mark: Robert Sánchez
Vörn: Reece James, Wesley Fofana, Levi Colwill, Malo Gusto
Miðja: Moises Caicedo, Cole Palmer, Romeu Lavia
Sókn: Noni Madueke, Nicolas Jackson, Pedro Neto