„Enska úrvalsdeildin heillar mig“

Simone Inzaghi hefur gert afar góða hluti með stórliði Inter …
Simone Inzaghi hefur gert afar góða hluti með stórliði Inter Mílanó. AFP/Isabella Bonotto

Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri karlaliðs Inter Mílanó, segir að enska úrvalsdeildin heilli sig. 

Inter fær Arsenal í heimsókn í stórleik 4. umferðar Meistaradeildar Evrópu en Inzaghi gerði Inter að Ítalíumeisturum í vor. 

Inzaghi var orðaður við Manchester United áður en Rúben Amorim tók við liðinu. Hann viðurkennir að deildin sé spennandi en hann er ánægður hjá Inter. 

„Ég ætla ekki að neita því að ég hef haft þann möguleika að fara til Englands undanfarin ár. Ég var þó ánægður hjá Lazio og er ánægður hjá INter. 

Enska úrvalsdeildin heillar mig en ég er hjá Inter og sáttur við það. Hvað framtíðina varðar er ekkert víst,“ sagði stjórinn á blaðamannafundi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert