Mjög ósáttur við nýja stjóra United

Rúben Amorim er næsti knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United.
Rúben Amorim er næsti knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United. AFP/Patricia de melo Moreira

Gary Cotterill, blaðamaður SkySports á Englandi, var mjög ósáttur við að Rúben Amorim, verðandi knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, talaði ekki ensku á blaðamannafundi í gær. 

Amorim mun taka við Manchester United eftir næstu helgi en hann stýrir Sporting á heimavelli gegn nágrönnum United Manchester City í kvöld. 

Amorim talaði á portúgölsku á blaðamannafundinum fyrir leikinn í gær, en Cotterill bað hann um að tala ensku þegar hann spurði hann. Varð allt saman mjög vandræðalegt á staðnum. 

„Bað Manchester United þig um að tala ekki ensku, geturðu svarað á ensku?“ Spurði Cotterill. 

„Fyrirgefðu, ég get það ekki. Þau munu sakna þess að heyra mig tala portúgölsku,“ svaraði Amorim. 

Þá svaraði Cotterill: „Þau hafa fengið 25 mínútur á portúgölsku, við viljum fá tíu sekúndur á ensku.“

Fjölmiðlafulltrúi Sporting greip þá inn í og sagði að fundurinn færi fram á portúgölsku. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert