Kærir leikmann Liverpool

Alexis Mac Allister í leik með Liverpool.
Alexis Mac Allister í leik með Liverpool. AFP/Ronny Hartmann

Argentínski knattspyrnumaðurinn Alexis Mac Allister, miðjumaður Liverpool, hefur greint frá því að fyrrverandi kærasta hans, Camila Mayan, hafi kært hann.

Mayan krefst bóta fyrir árin sem þau bjuggu saman á Englandi. Hún sakar Mac Allister um að hafa haldið eftir eigum hennar og verið henni ótrúr með Ailén Cova, núverandi kærustu sinni.

Mac Allister og Mayan hættu saman í lok árs 2022, stuttu eftir að hann varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar.

Þau voru saman um fimm ára skeið og bjó Mayan með Mac Allister í Brighton á Englandi þegar hann spilaði fyrir liðið.

Hefur rétt á því að fara þessa leið

„Það var ekkert samband lengur. Hún fór sína leið og ég fór mína, þannig var það. Hvað lögsóknina varðar er hún hjá dómstólum þar sem hún á að vera og við bíðum.

Við ræddum það sem við þurftum að ræða á sínu tíma en þetta var augljóslega hennar ákvörðun. Þetta er allt í góðu og hún hefur rétt á því að fara þessa leið.

Ég tel þetta vera eðlilegt í sambandi. Hún tók ákvörðun um að gera opinbert það sem hún upplifði eða telur hafa gerst en ég veit hvað gerðist og því er ég mjög rólegur,“ sagði Mac Allister við fréttamenn í Argentínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert