Brasilískt þema í frábærum útisigri (Myndskeið)

Wolves vann frábæran 4:1 útisigur á Fulham þegar liðin mættust í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Alex Iwobi kom heimamönnum í Fulham yfir en síðan var leikurinn eign Úlfanna. Matheus Cunha skoraði tvívegis og landi hans frá Brasilíu, Joao Gomes, skoraði eitt. Þá bætti Goncalo Guedes við fjórða marki gestanna í uppbótartíma.

Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert