Engin draumabyrjun Amorims

André Onana svekktur eftir mark Omari Hutchinson.
André Onana svekktur eftir mark Omari Hutchinson. AFP/Darren Staples

Ipswich og Manchester United gerðu jafntefli, 1:1, í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í Ipswich í dag.

Eftir leik er Ipswich í 18. sæti deildarinnar með níu stig en Manchester United er í því tólfta með 16. 

Þetta var fyrsti leikur Rúbens Amorims, nýja stjóra United, en hann tók við liðinu á dögunum. 

Manchester United byrjaði með látum en á annarri mínútu kom Marcus Rashford liðinu yfir. Þá áttu Bruno Fernandes og Aamad Diallo alvöru samspil, Amad keyrði fram hjá varnarmönnum Ipiswich og gaf hann fyrir á Rashford sem potaði boltanum í netið, 0:1. 

Ipswich kom hins vegar til baka og var sterkari aðilinn það sem eftir var af hálfleiknum. Á 42. mínútu jafnaði Omari Hutchinson metin með góðu skoti utan teigs sem fór af Noussair Mazraoui og í netið, 1:1.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og enduðu því leikar með jafntefli. 

Ipswich heimsækir Nottingham Forest í næstu umferð en Manchester United fær Everton í heimsókn. 

Rúben Amorim nýi stjóri United, fyrir miðju,
Rúben Amorim nýi stjóri United, fyrir miðju, AFP/Darren Staples
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Ipswich 1:1 Man. United opna loka
90. mín. +3 Amad Diallo keyrir inn á teiginn, reynir skot en varnarmenn Ipswich komast fyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert