Rekinn frá Leicester

Leicester hefur rekið stjórann Steve Cooper.
Leicester hefur rekið stjórann Steve Cooper. AFP/Justin Tallis

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra karlaliðsins, Steve Cooper.

Frá þessu greindi félagið í dag en Cooper tók við af Enzo Maresca, sem fór til Chelsea fyrir tímabilið. 

Leicester tapaði einmitt fyrir Chelsea, 2:1, á heimavelli í hádeginu í gær. Liðið er þá með tíu stig í 16. sæti deildarinnar. 

Cooper hefur áður stýrt yngri landsliðum Englands, Swansea og Nottinhgam Forest sem hann kom upp í ensku úrvalsdeildina vorið 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert