Southampton og Liverpool mættust í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og var boðið upp á markaveislu í leik sem endaði með sigri Liverpool, 3:2.
Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir áður en Adam Armstron og Mateus Fernandes sneru dæminu við fyrir Southampthon.
Það var síðan Mohamed Salah sem skoraði tvívegis og tryggði Liverpool sigurinn og þar með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.