Nýi stjórinn fagnaði ekki markinu (myndskeið)

Rúben Amorim, nýi knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, fagnaði ekki marki liðsins gegn Ipswich í jafntefli, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í Ipswich í gær. 

Mark United skoraði Marcus Rashford eftir aðeins nítíu sekúndur en myndavélin beindist síðan að Amorim sem sat sultuslakur á hliðarlínunni. 

Omari Hutchinson jafnaði metin fyrir Ipswich undir lok fyrri hálfleiksins með góðu marki og þar við sat. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert