Arsenal vann eftir sjö marka fyrri hálfleik

Riccardo Calafiori úr Arsenal og Tomas Soucek hjá West Ham …
Riccardo Calafiori úr Arsenal og Tomas Soucek hjá West Ham eigast við í dag. AFP/Henry Nicholls

Arsenal hafði betur gegn West Ham, 5:2, í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum fór Arsenal upp í 25 stig og í annað sæti. West Ham er í 14. sæti með 15 stig.

Gestirnir í Arsenal byrjuðu af miklum krafti og Gabriel skoraði fyrsta markið á 10. mínútu með skalla eftir horn.

Arsenal hélt áfram að sækja og Leandro Trossard bætti við öðru markinu á 27. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Saka. Martin Ödegaard bætti svo við þriðja markinu úr víti á 34. mínútu eftir að Saka var tekinn niður innan teigs.

Þjóðverjinn Kai Havertz skoraði fjórða markið aðeins tveimur mínútum síðar er hann slapp einn gegn eftir sendingu frá Trossard.

Aaron Wan-Bissaka lagaði stöðuna fyrir West Ham á 38. mínútu eftir glæsilega sendingu frá Carlos Soler. Tveimur mínútum eftir það skoraði Emerson annað mark Arsenal með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu.

Arsenal skoraði sjöunda mark hálfleiksins í uppbótartíma úr víti er Lukasz Fabianski í marki West Ham braut á Gabriel. Bukayo Saka fór á punktinn, skoraði naumlega og kom Arsenal í 5:2. Þannig voru hálfleikstölur.

Seinni hálfleikur var vægast sagt rólegri, færin voru fá og Arsenal sigldi öruggum þriggja marka sigri í höfn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

West Ham 2:5 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert