Sjö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik West Ham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikar enduðu með 5:2-sigri Arsenal-manna.
Gabriel Magalhaes, Martin Ødegaard, Leandro Trossard, Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk Arsenal. Bakverðirnir Aaron Wan-Bissaka og Emerson Palmieri skoruðu mörk West Ham.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.