Belgíski knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne hefur úr þrennu að velja þegar kemur að hvar hann muni spila á næstu leiktíð.
The Athletic greinir frá en annaðhvort verður Belginn áfram hjá Manchester City, þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna, eða færir sig um set.
Þá koma tveir valkostir til greina, bandaríska MLS-deildin eða sádiarabíska úrvalsdeildin, annað lið í Evrópu telst því útilokað.
De Bruyne er einn albesti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur unnið sex Englandsmeistaratitila.