Hollendingurinn Justin Kluivert skoraði þrennu fyrir Bournemouth en öll mörkin komu af vítapunktinum í 4:2-sigri liðsins gegn Wolves í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Viðureignin fór fjöruglega af stað en staðan var 2:1 fyrir Bournemouth eftir átta mínútur. Justin Kluivert og Milos Kerkez skoruðu fyrir Bournemouth en Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði jöfnunarmark Úlfanna.
Kluivert skoraði þriðja mark Bournemouth á 18. mínútu og var staðan í hálfleik 3:1, gestunum í vil.
Strand Larsen minnkaði muninn fyrir Wolves á 69. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Kluivert þriðja mark sitt og innsiglaði sigur Bournemouth, 4:2.
Bournemouth situr í 11. sæti deildarinnar með 18 stig en Wolves er í 18. sæti með níu stig.
Newcastle og Crystal Palace gerðu dramatískt 1:1-jafntefli í Lundúnum í dag.
Newcastle náði forystunni á 53. mínútu en varnarmaður Crystal Palace, Marc Guéhi, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Kólumbíumaðurinn Daniel Munoz jafnaði metin fyrir Crystal Palace á fjórðu mínútu uppbótartíma.
Úrslitin þýða að Newcastle er í 10. sæti með 19 stig en Crystal Palace er í 17. sæti með níu stig.
Þjóðverjinn Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford er liðið hafði betur gegn Leicester í Lundúnum í dag.
Staðan var 3:1 fyrir Brentford í hálfleik en Yoane Wissa skoraði eitt mark og Kevin Schade tvö fyrir Brentford. Facundo Buonanotte skoraði mark Leicester.
Schade skoraði þriðja mark sitt og gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Lokaniðurstöður, 4:1-sigur Brentford.
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var ónotaður varamaður hjá Brentford.
Brentford er í sjöunda sæti með 20 stig en Leicester situr í 16. sæti með 10 stig.
Nottingham Forest vann góðan 1:0-sigur gegn Ipswich í Nottingham í dag.
Chris Wood skoraði mark Nottingham Forest af vítapunktinum á 49. mínútu.
Forest situr í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig en Ipswich er í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig.