Stórsigur United á heimavelli

Marcus Rashford og Joshua Zirkzee hafa séð um mörk Manchester …
Marcus Rashford og Joshua Zirkzee hafa séð um mörk Manchester United. AFP/Darren Staples

Manchester United hafði betur gegn Everton, 4:0, í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag á Old Trafford í Manchester í dag. 

Með sigrinum er Manchester United komið upp í níunda sæti með 19 stig en Everton er í 15. sæti með ellefu. 

Þetta var með betri leikjum Manchester United á tímabilinu og í leiðinni fyrsti sigur nýja stjórans Rúbens Amorims í ensku úrvalsdeildinni. 

Manchester United heimsækir Arsenal í næsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn kemur. Everton fær Wolves í heimsókn sama dag. 

Marcus Rashford kom Manchester United yfir á 34. mínútu með skoti sem fór af Jarrad Branthwaite og í netið, 1:0. 

Joshua Zirkzee tvöfaldaði forystu United-manna á 41. mínútu með skoti eftir sendingu frá Bruno Fernandes. 

Þá hafði Amad Diallo unnið boltann af Branthwaite og komið honum á Bruno. 

Rashford var síðan aftur á ferðinni þegar tuttugu sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik en þá skoraði hann eftir sendingu frá Amad. 

Zirkzee var sjálfur aftur á ferðinni 64. mínútu leiksins en þá skoraði hann eftir sendingu frá Amad sem átti stórleik. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. United 4:0 Everton opna loka
90. mín. Leik lokið Sannfærandi sigur Manchester United staðreynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert