Draumabyrjun hjá van Nistelrooy

Ruud van Nistelrooy fer vel af stað með Leicester.
Ruud van Nistelrooy fer vel af stað með Leicester. AFP/Adrian Dennis

Nýliðar Leicester höfðu betur gegn West Ham, 3:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti hjá Leicester síðan Ruud van Nistelrooy tók við liðinu.

Leicester er nú í 15. sæti með 13 stig. West Ham er í 14. sæti með 15 stig.

Jamie Vardy kom Leicester yfir á 2. mínútu og Bilal El Khannouss bætti við öðru marki á 61. mínútu. Varamaðurinn Patson Daka sá um að gera þriðja markið á 90. mínútu.

Þýski framherjinn Niclas Füllkrug minnkaði muninn fyrir West Ham í uppbótartíma og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert