Aston Villa gat loks fagnað sigri eftir átta leiki í röð án sigurs er liðið lagði Brentford, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld.
Villa gekk frá leiknum á stuttum kafla í fyrri hálfleik því Morgan Rogers, Ollie Watkins og Matty Cash skoruðu allir frá 21. mínútu og til þeirrar 34.
Var staðan í leikhléi 3:0 og þannig var hún fram að 54. mínútu þegar Daninn Mikkel Damsgaard lagaði stöðuna fyrir Brentford.
Hákon Rafn Valdimarsson var allan tímann á bekknum hjá Brentford.