Enginn sem bætist í hópinn hjá Liverpool

Arne Slot og hans menn eru með sjö stiga forystu …
Arne Slot og hans menn eru með sjö stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar. AFP/Adrian Dennis

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á fréttamannafundi í dag að hann yrði með sama leikmannahóp gegn Everton á morgun og gegn Newcastle á miðvikudagskvöldið.

Þar var hann án sex leikmanna sem eru meiddir og Hollendingurinn sagði að enginn þeirra væri tilbúinn.

Stutt væri í að Alisson, Diogo Jota og Fedrico Chiesa væru leikfærir en lengra væri í Ibrahima Konaté, Kostas Tsimikas og Conor Bradley.

Grannaslagur Everton og Liverpool fer fram á Goodison Park og hefst klukkan 12.30. Þetta  verður síðasti deildarleikur nágrannaliðanna á þessum fornfræga velli því Everton flytur á nýjan leikvang fyrir næsta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert