Fjórir lykilmenn fjarverandi hjá City

Phil Foden.
Phil Foden. AFP/Adrian Dennis

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, verður án fjögurra lykilmanna þegar liðið heimsækir Crystal Palace í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Selhurst Park í Lundúnum á morgun.

Frá þessu greindi spænski stjórinn á blaðamannafundi í dag en Guardiola en City er með 26 stig í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, 9 stigum minna en topplið Liverpool.

Phil Foden, John Stones, Nathan Aké og Mateo Kovacic eru allir fjarverandi vegna meiðsla og geta því ekki tekið þátt í leiknum mikilvæga gegn Crystal Palace.

City vann langþráðan sigur gegn Nottingham Forest í 14. umferð deildarinnar í vikunni, 3:0, en fyrir leikinn hafði City tapað fjórum deildarleikjum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert