Óttaðist að ferlinum væri lokið

Tyrone Mings er mættur aftur eftir erfið meiðsli.
Tyrone Mings er mættur aftur eftir erfið meiðsli. AFP/Darren Staples

Knattspyrnumaðurinn Tyrone Mings er aftur kominn á fullt eftir að hann sleit krossband í hné í leik Aston Villa og Newcastle í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Mings missti af öllu síðasta tímabili og var í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í rúmt ár í 3:1-sigri liðsins á Brentford á miðvikudagskvöld.

Varnarmaðurinn á 18 leiki fyrir enska landsliðið og var sárt saknað hjá Villa.

„Þetta var mjög erfitt bataferli. Mér leið eins og ferlinum gæti verið lokið. Ég lagði mikla vinnu í að koma til baka en stundum sá ég engar framfarir og þá leið mér ömurlega.

Það kom bakslag í apríl og þá leið mér eins og það væri ekki möguleiki á endurkomu. Ég hélt samt áfram á sömu braut og það skilaði sér að lokum,“ sagði Mings við Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert