Frábær endurkoma Bournemouth

Bournemouth er í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig, einu …
Bournemouth er í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi frá Evrópusæti. AFP/Justin Tallis

Bournemouth sigraði Ipswich, 2:1, í 15. umferð í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag og á sama tíma gerðu Brighton og Leicester 2:2-jafntefli.

Ipswich er í 18. sæti með níu stig, þremur stigum frá öruggu sæti, en Bournemouth er í áttunda sæti með 24 stig.

Conor Chaplin skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom Ipswich yfir á 21. mínútu eftir stoðsendingu frá Cameron Burgess og heimamenn voru 1:0 yfir í hálfleik.

Á 87. mínútu jafnaði Enes Unal metin fyrir Bournemouth með skallamarki eftir stoðsendingu frá Dango Ouattara.

Á fimmtu mínútu uppbótartímans skoraði svo Outtara sigrumark Bournemoth og leikurinn endaði 2:1.

Vardy hetja Leicester

Leicester fékk Brighton í heimsókn en liðin skildu jöfn eftir frábæra endurkomu heimamanna. 

Leicester er í 16. sæti með 14 stig og Brighton í sjöunda með 24 stig.

Tariq Lamptey kom Brighton yfir á 37. mínútu eftir stoðsendingu frá Pervis Estupinán á 37. mínútu sem var eina markið í fyrri hálfleik.

Yankuba Minteh kom Brighton í 2:0 á 79. mínútu með frábæru marki en Jamie Vardy minnkaði muninn fyrir Leicester á 86. mínútu.

Vardy lagði svo upp jöfnunarmark heimamanna á fyrstu mínútu uppbótartímans en það skoraði Boddy Reid.

Jamie Vardy skoraði og lagði upp í dag.
Jamie Vardy skoraði og lagði upp í dag. AFP/Adrian Dennis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert