Eiður Smári Guðjohnen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.
Cole Palmer, stjarna Chelsea, var til umræðu eftir að hann steig upp og átti stóran þátt í glæsilegri endurkomu er liðið vann Tottenham Hotspur 4-3 í kjölfar þess að hafa lent 0:2 undir.
„Þetta sýnir gæðin í Cole Palmer. Þegar líður á leikinn koma gæðin hjá honum í ljós og þegar stóru augnablikin koma þá er hann aldeilis maðurinn til að taka þau,“ sagði Eiður Smári.
Umræðuna um Chelsea má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.