Eiður: Lítil mistök að kosta United

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu við þáttastjórnandann Hörð Magnússon um vandræði Manchester United í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Man. United tapaði 2-3 fyrir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld.

Þetta er það sem ég var að tala um áðan með lið sem eru ekki í góðu flæði. Þetta hefði getað komið fyrir Chelsea-liðið og einhver hefði skallað hann yfir og þeir hefðu fengið horn á sig.

Það er af því að flæðið í liðinu er bara þannig. Þessi litlu mistök eru að kosta United svo mikið. Þegar liðið er að sigla í rétta átt fær það ekki svona mörk á sig, sagði Eiður Smári um þriðja markið sem Forest skoraði.

Umræðuna um Man. United í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert