Trent vill ekki tala um samning sinn

Trent Alexander-Arnold er mögulega á förum frá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold er mögulega á förum frá Liverpool. AFP/Josep Lago

Knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, vill ekki ræða samning sinn við fjölmiðla en hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarið.

Samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið rennur út í sumar en hann er lykilleikmaður hjá félaginu sem er á toppi deildarinnar.

„Ég hef verið hjá félaginu í 20 ár, hef framlengt samning minn fjórum eða fimm sinnum. Ég aldrei talað um samningaviðræður í fjölmiðlum og það mun ekki breytast núna,“ sagði Alexander-Arnold.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert