Chelsea er tveimur stigum frá toppsæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Brentford, 2:1, á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld.
Chelsea er í öðru sæti með 34 stig en Liverpool er á toppnum með 36 og á leik til góða.
Marc Cucurella kom Chelsea yfir á 43. mínútu og Nicolas Jackson bætti við öðru marki Chelsea á þeirri 80.
Bryan Mbeumo minnkaði muninn fyrir Brentford á 90. mínútu en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2:1.