Wolverhampton Wanderers hefur rekið Englendinginn Gary O’Neil úr starfi knattspyrnustjóra eftir tap fyrir nýliðum Ipswich Town, 1:2, í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Úlfarnir hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og sitja í 19. sæti af 20 liðum, sem er fallsæti. O’Neil tók við starfinu í ágúst 2023 og undir hans stjórn hafnaði liðið í 14. sæti á síðasta tímabili.
Wolves er með aðeins níu stig eftir 16 leiki, fjórum stigum frá öruggu sæti en sigrarnir á tímabilinu eru aðeins tveir.