Handtaka vegna andláts barnabarns Bruce

Steve Bruce.
Steve Bruce. AFP

Kona á fimmtugsaldri hefur verið handtekin grunuð um vanrækslu barns í tengslum við andlát barnabarns enska knattspyrnustjórans Steve Bruce í október síðastliðnum.

Bruce, sem er knattspyrnustjóri Blackpool, steig tímabundið til hliðar frá starfi sínu í október síðastliðnum eftir að fjögurra mánaða barnabarn hans fannst látið á heimili í Trafford Borough.

Amy dóttir hans átti drenginn Madison ásamt fyrrverandi knattspyrnumanninum Matt Smith, sem lék meðal annars með Fulham og Leeds United.

Lögreglan í Manchester staðfesti að konan hafi verið handtekin en henni svo sleppt gegn tryggingu á meðan frekari rannsókn fer fram. Madison fannst látinn þann 18. október síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert