Óvissa með lykilmann Arsenal

Declan Rice er tæpur fyrir morgundaginn.
Declan Rice er tæpur fyrir morgundaginn. AFP/Adrian Dennis

Óvíst er hvort Declan Rice, einn af lykilmönnum Arsenal, verði með í leik liðsins gegn Crystal Palace í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu á heimavelli annað kvöld. 

Rice er tæpur fyrir leikinn en hann fór af velli í markalausu jafntefli Arsenal gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 

Þá eru varnarmennirnir Oleksandr Zinchenko og Riccardo Calafiori enn fjarverandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert