Newcastle er komið í undanúrslit enska deildabikars karla í knattspyrnu eftir sigur á Brentford, 3:1, í Newcastle í kvöld.
Sandro Tonali skoraði fyrstu tvö mörk Newcastle en Fabian Schär bætti því þriðja við. Yoane Wissa skoraði sárabótarmark fyrir Brentford undir blálok leiks.
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er varamarkvörður Brentford.