Newcastle í undanúrslitin

Sandro Tonali skoraði tvö mörk.
Sandro Tonali skoraði tvö mörk. AFP/Paul Ellis

Newcastle er komið í undanúrslit enska deildabikars karla í knattspyrnu eftir sigur á Brentford, 3:1, í Newcastle í kvöld. 

Sandro Tonali skoraði fyrstu tvö mörk Newcastle en Fabian Schär bætti því þriðja við. Yoane Wissa skoraði sárabótarmark fyrir Brentford undir blálok leiks. 

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er varamarkvörður Brentford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert