Slóvakíski knattspyrnumaðurinn Milan Skriniar er að öllum líkindum á förum frá París SG í janúarglugganum.
Skriniar, sem er 29 ára og fyrirliði landsliðs Slóvakíu, hefur verið orðaður við Napolí eða endurkomu í Inter Mílanó en nú greinir Gazzettan á Ítaliu frá því að Tottenham sé einnig á eftir miverðinum reynda.
Skriniar gekk í raðir Parísarliðsins í fyrrasumar eftir sex ár hjá Inter Mílanó. Hann var í stóru hlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð en hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili og vill Luis Enrique stjóri liðsins fá hann burt.
Tottenham er án Cristian Romero og Mickey van de Ven út árið en miðvarðarstaðan hefur verið vandamál hjá liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla þeirra.