Stjórinn treystir Mudryk

Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk. AFP/Glyn Kirk

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri karlaliðs Chelsea, segist trúa sakleysi Úkraínumannsins Mykhailo Mudryks. 

Mudryk féll á lyfjaprófi og gæti átt yfir höfði sér langt leikbann en þetta tilkynnti enska knattspyrnusambandið í gær. 

Mudryk kveðst sjálfur ekkert rangt hafa gert og að það hafi komið honum í opna skjöldu þegar enska knattspyrnusambandið tilkynnti tíðindin. 

Enzo Maresca var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag. 

„Við treystum Mudryk og munum öll styðja við bakið á honum,“ sagði þjálfarinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert