Carlos Corberán, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, gefur lítið fyrir orðróm sem lýtur að því að hann verði næsti knattspyrnustjóri Southampton.
Southampton rak Russell Martin úr starfi knattspyrnustjóra á sunnudag eftir skelfilega byrjun á tímabilinu, þar sem liðið er með einungis fimm stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
„Fyrir mér er þetta vanvirðing í garð þessa frábæra félags og okkar stórkostlegu stuðningsmanna, að vera að tala um eitthvað sem tengist ekki West Bromwich Albion.
Stundum líður mér eins og ef það er klippt á mig að segja: „Ég einbeiti mér einungis að leiknum.“ Og tala ekki um neitt annað þá gæti það vakið upp vangaveltur,“ sagði Corberán í samtali við breska ríkisútvarpið.