Stórsigur funheitra Chelsea-manna

Marc Cucurella skoraði annan leikinn í röð.
Marc Cucurella skoraði annan leikinn í röð. AFP/Justin Tallis

Chelsea hafnaði í efsta sæti deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla með fullt hús stiga eftir heimasigur á írska liðinu Shamrock Rovers, 5:1, í Lundúnum í kvöld. 

Chelsea vann alla sex leiki sína og endaði með 18 stig. Þá fer liðið beint í 16-liða úrslit keppninnar. 

Marc Guiu skoraði þrennu fyrir Chelsea en hin mörkin skoruðu Kiernan Dewsbury-Hall og Marc Cucurella. Fyrir Shamrock Rovers skoraði Markus Poom. 

Albert og félagar í þriðja sæti 

Albert Guðmundsson spilaði fyrstu 57 mínúturnar í jafntefli Fiorentina gegn Vitoria de Guimaraes, 1:1, í Portúgal í kvöld 

Vitoria hafnar í öðru sæti Sambandsdeildarinnar með 14 stig en Fiorentina í þriðja með 14. Þá komast einnig Rapid Wien, Lugano, Djurgården, Legia Varsjáog Cercle Brugge, sem tapaði fyrir Víkingum, beint í 16-liða úrslit 

Sverrir Ingi Ingason lék þá allan leikinn í heimasigri Panathinaikos á Dinamo Minsk, 3:0, í Grikklandi í kvöld 

Panathinaikos endar í 13. sæti og fer í umspilið 

Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í Gent hafna í 17. sætinu og fara einnig í umspilið en Andri lék allan leikinn í tapi fyrir Larne, 1:0, í kvöld 

Þá eru Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í FC Köbenhavn einnig á leiðinni í umspilið þrátt fyrir tap fyrir Rapid Vín, 3:0, í kvöld. Noah og Guðmundur Þórarinsson eru hins vegar úr leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert