Áfall fyrir Manchester City

Rúben Dias og Pep Guardiola ræða saman.
Rúben Dias og Pep Guardiola ræða saman. AFP/Adrian Dennis

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Rúben Dias, miðvörður Englandsmeistara Manchester City, er meiddur og verður frá keppni næstu vikurnar.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City, sagði á fréttamannafundi í dag að um vöðvameiðsli væri að ræða sem Dias varð fyrir í grannaslag gegn Manchester United um síðustu helgi og munu halda honum frá keppni næstu þrjár til fjórar vikur.

„Hann fann til eftir 75 mínútur gegn United. En hann er svo sterkur og vildi vera áfram á vellinum. Núna er hann meiddur,“ sagði Guardiola.

Dias hafði þegar misst af sjö leikjum á tímabilinu vegna kálfameiðsla og mun nú reyna að vera klár í slaginn fyrir mikilvægan leik gegn París SG í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir rúman mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert