Arsenal valtaði yfir Palace

Declan Rice og félagar að fagna fimmta marki Arsenal í …
Declan Rice og félagar að fagna fimmta marki Arsenal í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Arsenal fór illa með Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag en leikurinn endaði 5:1, í Selhurst Park í London í dag.

Arsenal endurheimti þriðja sætið í deildinni og er þar með 33 stig en Palace er með 16 stig í 15. sæti.

Gabriel Jesus skoraði fyrsta mark Arsenal eftir aðeins sex mínútur eftir stoðsendingu frá nafna sínum Gabriel Magalhaes.

Ismaila Sarr jafnaði metin fyrir Palace fimm mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Tyrick Mitchell en Jesus kom Arsenal aftur yfir á 14. mínútu.

Jesus hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Arsenal í deild og bikar en báðir leikirnir voru gegn Palace

Kai Haverts kom Arsenal í 3:1 á 38. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Það var svo þriðji Gabrielinn í byrjunarliði Arsenal í dag, Gabriel Martinelli, sem skoraði fjórða mark Arsenal þegar klukkustund var liðin af leiknum en Declan Rice lagði það upp.

Rice skoraði sjálfur fimmta mark Arsenal á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Riccardo Calafiori.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert