Enn tapar City

Manchester City hefur tapað síðustu þremur leikjum í öllum keppnum.
Manchester City hefur tapað síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. AFP/Paul Ellis

Manchester City tapaði sjötta leik sínum í átta deildarleikjum er liðið tapaði gegn Aston Villa, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester City situr í sjötta sæti deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir Aston Villa í fimmta sætinu.

Aston Villa komst yfir á 16. mínútu þegar Kólumbíumaðurinn Jhon Durán skoraði eftir stoðsendingu frá Morgan Rogers. Staðan í hálfleik var því 1:0 fyrir Villa.

Rogers skoraði annað mark Aston Villa á 65. mínútu eftir undirbúning frá John McGinn. Phil Foden minnkaði muninn í uppbótartíma með sínu fyrsta deildarmarki á tímabilinu. Urðu því lokaniðurstöður 2:1-sigur Villa.

Manchester City hefur aðeins unnið einn leik í síðustu 12 leikjum í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert