Grealish fékk kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Villa

Jack Grealish, til hægri, og fyrrum liðsfélagi hans, Matty Cash.
Jack Grealish, til hægri, og fyrrum liðsfélagi hans, Matty Cash. AFP/Paul Ellis

Jack Grealish fékk kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum Aston Villa eftir 2:1-tap Manchester City gegn Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það er rúmlega ár síðan Grealish skoraði síðast fyrir City en hann gekk til liðs við félagið frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda.

Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði City á Villa Park og stuðningsmenn Villa púuðu á Grealish í leiknum og eftir hann.

Hann svaraði með því að snýna þrjá fingur en síðan hann fór frá Villa hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert