Slæmar fréttir fyrir Arsenal

Bukayo Saka fór meiddur af velli í dag.
Bukayo Saka fór meiddur af velli í dag. AFP/Glyn Kirk

Bukayo Saka, lykilleikmaður hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, haltraði af velli í fyrri hálfleik þegar liðið sigraði Crystal Palace, 5:1, í dag.

Saka hefur verið í byrjunarliði Arsenal í 16 af 17 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu en hann fór af velli á 24. mínútu og var með verk aftan í læri á hægri fæti.

„Hann fann til aftan í læri og gat ekki haldið áfram, hann þarf að fara í læknisskoðun og við höfum áhyggjur af þessu,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leikinn en óljóst er hversu lengi hann verður frá.

Þetta var 250. leikur Saka fyrir félagið en hann er aðeins 23 ára gamall og er þriðji yngsti leikmaður til þess að ná þessum leikjafjölda í sögu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert