Postecoglou svarar Slot

Ange Postecoglou til vinstri og Arne Slot eftir leikinn í …
Ange Postecoglou til vinstri og Arne Slot eftir leikinn í dag. AFP/Glyn Kirk

„Til að vitna í Monty Python, ég er bara óþekkur lítill strákur,“ sagði Ange Postecoglou knattspyrnustjóri Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í dag þegar hann svaraði ummælum Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool eftir leik liðanna.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fór fögrum orðum um Ange Postecoglou knattspyrnustjóra Tottenham áður en liðin mættust í dag og sagðist vona að liðið myndi vinna titil og Postecoglou svaraði eftir leikinn.

„Skoðun Slot er eitt af því sem ég elska við fótbolta. Fólk verður að vera tilbúið að gera hlutina aðeins öðruvísi. Það eru fjölbreytni og mismunandi skoðanir sem gerir tilfinningum kleift að koma inn í leikinn. Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé bara einhver sýningarmaður, ég vil vinna,“ sagði Postecoglou  á blaðamannafundi eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert