Birmingham er komið upp í toppsæti ensku C-deildarinnar í fótbolta eftir nauman útisigur á Crawley, 1:0, í kvöld.
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham og lék fyrstu 73 mínúturnar. Jay Stansfield skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.
Alfons Sampsted er að láni hjá Birmingham frá Twente í Hollandi en hann hefur ekki leikið með Birmingham í síðustu sex leikjum eftir að hafa meiðst í landsleik.
Birmingham er með 45 stig og hefur leikið einum til tveimur leikjum minna en liðin sem á eftir koma en það eru Wycombe með 44 stig, Wrexham með 42, Huddersfield með 39 og Stockport með 36 stig.