Nefnir fjóra sem Liverpool gæti keypt

Ungverjinn Milos Kerkez hefur verið frábær með Bournemouth.
Ungverjinn Milos Kerkez hefur verið frábær með Bournemouth. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Liverpool gæti í næstu félagaskiptagluggum leitað að vinstri bakverði en Andrew Robertson hefur ekki átt sérlega gott tímabil með liðinu hingað til. 

Þrátt fyrir frábært gengi Liverpool sem af er tímabils hefur Robertson lent í vandræðum í vinstri bakverði. Þá hafa miðlar á Englandi sagt að Liverpool sé í leit að nýjum bakverði. 

Miðilinn 90min tekur saman fjóra bakverði sem gætu komið í stað Robertson. Allir eru þeir yngri en Skotinn. 

Bakverðirnir sem koma til greina eru Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, Antonee Robinson leikmaður Fulham, Rayan Ait-Nouri leikmaður Wolves og Milan Kerkez leikmaður Bournemouth. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert