Vont verður verra hjá Manchester United

Mason Mount situr svekktur í grasinu eftir að hafa meiðst …
Mason Mount situr svekktur í grasinu eftir að hafa meiðst gegn Manchester City. AFP/Paul Ellis

Mason Mount, miðjumaður hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United, verður frá þar til í mars. 

Mount meiddist enn einu sinni í sigri United á nágrönnum sínum í Manchester City, 2:1, þann 15. desember síðastliðinn. 

Nú segir TalkSport frá því að miðjumaðurinn verði frá þar til í mars en hann hefur lítið spilað með United síðan hann kom í fyrrasumar. 

United-liðið er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Wolves á útivelli á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert