Sannkölluð veisla er fram undan í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Að vanda er nóg af leikjum á annan í jólum en þetta árið fara átta leikir fram.
Þetta byrjar á leik Englandsmeistara Manchester City gegn Everton klukkan 12.30. Síðan eru fimm leikir klukkan 15 en meðal annars mætast Chelsea og Fulham sem og Nottingham Forest og Tottenham.
Klukkan 17.30 heimsækir Manchester United síðan Wolves og veislunni lýkur á leik toppliðs Liverpool gegn Leicester klukkan 20.
Leikjadagskráin í heild sinni:
12.30: Manchester City - Everton
15.00: Chelsea - Fulham, Nottingham Forest - Tottenham, Newcastle - Aston Villa, Southampton - West Ham, Bournemouth - Crystal Palace
17.30: Wolves - Manchester United
20.00: Liverpool - Leicester