Fernandes skúrkurinn hjá United (myndskeið)

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skúrkur liðsins er það tapaði fyrir Wolves, 2:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fernandes fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt snemma í seinni hálfleik. Wolves nýtti sér liðsmuninn og Matheus Cunha og Hee-Chan Hwang skoruðu báðir.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert