Pickford var hetja Everton gegn City

Jordan Pickford ver vítaspyrnuna frá Erling Haaland í dag.
Jordan Pickford ver vítaspyrnuna frá Erling Haaland í dag. AFP/Darren Staples

Manchester City og Everton gerðu 1:1-jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Manchester í dag.

City er í sjötta sæti með 28 stig, jafn mörg og Bournemouth í fimmta sem á leik til góða. Everton er með 17 stig í 15. sæti.

Bernardo Silva kom heimamönnum yfir eftir aðeins stundarfjórðung en Iliman Ndiaye jafnaði metin á 36. mínútu og staðan var 1:1 í hálfleik.

Á 53. mínútu fékk City frábært tækifæri til þess að ná forystunni á ný eftir að Vitalii Mykolenko braut á Savinho inni í teig og City fékk vítaspyrnu. Erling Haaland fór á punktinn en Jordan Pickford varði spyrnuna frá honum. Haaland skallaði boltann í netið í kjölfarið en hann var þá  rangstæður og markið ekki gilt. Leikurinn endaði því 1:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert