Liverpool mætir Leicester City á heimavelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu klukkan 20 í kvöld en mikil þoka er á Anfield.
Leik Tranmere Rovers gegn Accrington Stanley sem átti að fara fram fyrr í dag í Merseyside var frestað vegna þoku en Liverpool-leikurinn er enn á dagskrá.
Liverpool er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot og á tvo leiki til góða á Chelsea sem er í öðru sæti.
L4 📍 pic.twitter.com/Q31kL7QHhl
— Liverpool FC (@LFC) December 26, 2024