Fyrirliði Manchester United, Bruno Fernandes, var rekinn af velli í þriðja sinn á tímabilinu þegar hann fékk tvö gul spjöld gegn Wolves í kvöld.
Fernandes fékk gult spjald eftir aðeins 18 mínútur sem hann var mjög ósáttur með og lét Tony Harrington, dómara leiksins, heyra það.
Þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fékk Fernandes annað gult og því rautt og var rekinn af velli í þriðja sinn á þessu tímabili.
Fyrsta rauða spjaldið kom í 3:0-tapi gegn Tottenham 29. september en þá fékk hann beint rautt spjald í fyrri hálfleik. Annað kom gegn Porto í 3:3-jafntefli í Evrópudeildinni 3. október á 81. mínútu.
Staðan var 0:0 þegar Fernandes var rekinn af velli og Úlfarnir skoruðu á 58. mínútu en það gerði Cunha beint úr hornspyrnu. Það var í annað sinn á viku sem United fær mark á sig beint úr hornspyrnu en Heung-Min Son gerði það einnig þegar United tapaði 4:3 fyrir Tottenham í bikarleik.